top of page
Home: Welcome
Home: Who We Are
katla.nordic-28.jpg
katla1.png

Ungar íslenskar athafnakonur á Norðurlöndunum

UM FÉLAGIÐ

KATLA NORDIC

KATLA Nordic er félag kraftmikilla ungra íslenskra athafnarkvenna á Norðurlöndunum, sem starfar aðallega í Kaupmannahöfn. Grunnurinn að félaginu var lagður í október 2019 og tekið af skarið með stofnfundi í febrúar 2020 í íslenska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Félagið er vettvangur fyrir meðlimi til þess að kynnast hvor annarri í gegnum skemmtilega og eflandi viðburði. Við höfum byggt saman sterkt tengslanet og þannig auka sýnileika og áhrif ungra athafnakvenna á Norðurlöndunum. 

Hugsjón okkar er að konur úr ólíkum geirum geti lært af hvort annarri og með nýjum tengslum verði til driftkraftur til sköpunar nýrra hugmynda. Íslenskar konur eru þekktar fyrir að ryðja brautina og hefur Ísland verið í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Með stofnun félagsins vildum við nýta þann einkennandi kraft sem skapast þegar íslenskar konur koma saman.

 

Öflugar ungar konur stuðla að jafnara samfélagi þar sem fleiri raddir heyrast og fjölbreyttari mál komast að. Við teljum að vettvangur KÖTLU sé tilvalinn staður til að mynda og efla ný tengsl.

GILDI KÖTLU

gildi.png
bottom of page