top of page

tors. 29. feb.

|

Famly

Fræðslukvöld með Unu Emils sérnámslækni í umhverfis- og atvinnulækningum

Una Emils, sérnámslæknir í umhverfis- og atvinnulækningum, fyrirlesari og KÖTLUkona er viskubrunnur þekkingar varðandi skaðleg efni í nærumhverfi okkar. Komdu og lærðu hvernig þú getur forðast skaðleg efni í umhverfinu þínu og gert lífsstílsbreytingar sem gefa þér og þínum bjartari framtíð .

Registration is closed
See other events
Fræðslukvöld með Unu Emils sérnámslækni í umhverfis- og atvinnulækningum
Fræðslukvöld með Unu Emils sérnámslækni í umhverfis- og atvinnulækningum

Tími og staðsetning

29. feb. 2024, 19.30 – 22.00

Famly, Købmagergade 19, 2tv, 1150 København, Denmark

Um viðburðinn

Una býr yfir gríðarlegri þekkingu varðandi skaðleg efni í matvælum og umhverfi og leggur mikla áherslu á lífsstílsbreytingar sem geta fyrirbyggt ýmissa kvilla. Una hefur margoft haldið erindi og námskeið við góðar unditektir um áhrif skaðlegra efna á heilsu fólks og hvernig forðast á þessi skaðlegu efni með þvi að vera meðvitaður og gagnrýninn neytandi og taka upplýstar ákvarðanir hvað varðar neyslu og líferni 💫👩‍⚕.  

Una Emilsdóttir er menntuð við Kaupmannahafnarháskóla og er nú í sérnámi í atvinnu- og umhverfislæknisfræði í Danmörku. Að loknu læknisfræði námi starfaði hún á taugadeild og geðdeild í Kaupmannahöfn, og síðar á Landspítalanum og á heilsugæslu. Á námsárum sínum hreifst hún af faginu umhverfislæknisfræði, en þar er fjallað um eiturefni í umhverfi, matvælum, snyrtivörum o.fl., en slík efni geta haft verulega mikið að segja fyrir heilsu manna. Hún hefur það meginmarkmið að upplýsa neytendur um skaðleg efni í nærumhverfi, sem oftast nær eru falin og óþekkt neytendum, og tengingu þeirra við langvinna sjúkdóma, sem og mikilvægi ónæmiskerfisins í því samhengi. 

Hún mun í tilefni KÖTLUkvöldsins fjalla um áhrif ákveðinna efna í umhverfi okkar, með fókus á heildaráhrif og hvað má gera betur til að sporna við útsetningu fyrir slíkum efnum, þar sem hver og einn geti tekið ábyrga afstöðu varðandi sitt nærumhverfi. Una hefur haldið fyrirlestra af þessu tagi frá árinu 2015 við góðar undirtektir, verið viðmælandi í hlaðvörpum, sjónvarpi og útvarpi og þar að auki verið gestahöfundur í bókinni “Máttur Matarins” sem kom út árið 2016. Hún situr þar að auki í stjórn Fræðslustofnunar Lækna og stjórn Félags Lækna gegn Umhverfisvá þar sem hún beitir sér fyrir bættu umhverfi fyrir neytendur og landsmenn alla 🌿.

Viðburðurinn verður haldinn í Famly þar sem þær KÖTLUkonur Unnur Ósk Úlfarsdóttir og Íris Björk Ármannsdóttir vinna. Þær munu segja stuttlega  frá fyritækinu Famly og þeirra störfum þar.

Það verða drykkir og snakk í boði KÖTLU.

Hlökkum til að sjá sem flestar ! 

Share this event

bottom of page