top of page

tors. 12. okt.

|

Monsterlab CPH

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsækir KÖTLU

Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kemur í heimsókn til Kaupmannahafnar 12. október næst komandi og ætlum við að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. Nýsköpun á Íslandi, tækifæri fyrir Ísland, afhverju flytja KÖTLU konur ekki heim, hverju getur hún breytt og fleira!

Registration is closed
See other events
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsækir KÖTLU
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsækir KÖTLU

Tími og staðsetning

12. okt. 2023, 17.30 – 19.00

Monsterlab CPH, Orientkaj 4, 2150 København, Denmark

Um viðburðinn

Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málefni sem skipta KÖTLU konur miklu máli. Það er því mikill heiður fyrir okkur að tilkynna að Áslaug Arna mun halda með okkur umræðukvöld 12. október næstkomandi en Monsterlab mun bjóða okkur velkomnar.  

Dagskráin er heldur óformleg en byggist á þeim málefnum sem við viljum ræða við ráðherrann en hún hefur einnig hugmyndir hvað hún vill heyra frá okkur.  Við hvetjum allar til að mæta á þennan viðburð þar sem þetta er einstakt tækifæri til að koma með ykkar sjónarmið inn í íslenska pólitík og stuðla að því að Íslandi færist framar á kortið í málum sem eru ykkur mikilvæg.  *Matur og drykkir í boði Monsterlab og KÖTLU!

Hugmyndir að umræðuefnum: 

  • Hver er munurinn á Danmörku og Íslandi í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar málum að mati KÖTLU kvenna? 
  • Afhverju flytja KÖTLU konur ekki heim þegar það er mikil vöntun á sérfræðingum? 
  • Hvað þyrfti að breytast svo KÖTLU konur myndu flytja heim fyrr? 
  • Er Áslaug bjartsýn á að hlutir eins og leikskólamál og fæðingarorlof muni breytast til þess að fleiri flytji heim? 
  • Hvaðan fær og ræktar Áslaug þetta þor og drifkraft? 

Athugið að þessi viðburður er eingöngu fyrir meðlimi KÖTLU Nordic.

Share this event

bottom of page