top of page

UM MENTOR PRÓGRAMMIÐ

Mentor prógram KÖTLU er vettvangur fyrir meðlimi félagsins til að tengjast þekktu athafnafólki úr íslensku atvinnulífi. KÖTLU meðlimir geta aukið þekkingu sína og þróað hæfni undir leiðsögn mentors.

Mentorprógram KÖTLU er einu sinni á ári og fá meðlimir KÖTLU upplýsingar þegar ný lota hefst.

MENTORAR KÖTLU

SÆKJA UM MENTOR
Screenshot 2024-04-08 at 22.28.01.png

Andri Thor Guðmundsson

Andri Þór er forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs.  Hann hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2002 og verið forstjóri síðan 2004. Ölgerðin var stofnuð 1913 en þrátt fyrir háan aldur er fyrirtækið í miklum vexti.  Síðustu 20 ár hefur velta aukist um 13% á ári og var 45 milljarðar árið 2023.  Andri hefur lagt mikla áherslu á vöruþróun, sjálfbærni og fjölbreytileika auk þess sem menningin innan fyrirtækisins þykir styðja vel við stefnu og markmið fyrirtækisins. 

Ari_edited.jpg

Ari Fenger

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Ari sat í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014, en varð formaður ráðsins á árunum 2020 til 2024. Þá situr hann einnig í stjórn Stoða og Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

AMO photo_edited.jpg

Ásthildur Otharsdóttir

Ásthildur er meðeigandi Frumtak Ventures sem sérhæfir sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Hún er stjórnarformaður Controlant, Empower, Treble og fleiri nýsköpunarfélaga í eignasafni Frumtakssjóðanna. Ásthildur var stjórnarformaður Marel frá 2013-2021 og hefur setið í stjórnum ýmissa annarra félaga þ.m.t. Icelandair Group og háskólaráði Háskóla Íslands. Áður starfaði hún m.a. við fyrirtækjaþróun hjá Össurri og sem rekstrarráðgjafi hjá Accenture í Danmörku.  

Screenshot 2024-04-08 at 22.09.47.png

Birna Íris Jónsdóttir 

Birna Íris er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands en hlutverk þess er að gera þjónustu hins opinbera aðgengilegri og hagkvæmari. Birna Íris er reynslumikill leiðtogi á sviði upplýsingatækni með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði, MBA gráðu auk diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hóf störf sem forritari árið 2002 og hefur starfað sem stjórnandi síðan 2011 hjá Landsbankanum, Sjóvá, Högum og Össur auk þess sem hún hefur sinnt ráðgjafastörfum hjá fyrirtæki sínu Fractal ráðgjöf. Gildi Birnu Írisar eru heilindi, fagmennska og eldmóður og hefur hún þau að leiðarljósi í lífi og starfi.

bjorgaskels_edited_edited.jpg

Björg Áskelsdóttir

Björg Áskelsdóttir starfar sem Director, R&D portfolio strategy, hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Ambu í Danmörku. Áður starfað hún sem ráðgjafi á sviði stefnumótunar og umbreytinga fyrirtækja, síðast hjá Boston Consulting Group í Kaupmannahöfn, og hefur byggt alþjóðlega reynslu í gegnum bæði starf og nám í Kaupmannahöfn, Amsterdam og New York. Björg er menntaður vélaverkfræðingur frá Tækniháskóla Danmerkur og með MBA gráðu frá Columbia Business School.

Screenshot 2024-04-08 at 22.09.21.png

Erna Kristín Blöndal

Erna er ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytisins. Hún hefur mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur áður gegnt embætti skrifstofustjóra, fyrst hjá félagsmálaráðuneytinu og svo í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti. Auk þessa hefur hún sinnt fjölbreyttum nefndar- og stjórnarstörfum, m.a. verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Erna er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. 

unnamed_edited.jpg

Helga Valfells

Helga er framkvæmdastjóri, stofnandi og meðeigandi Crowberry Capital en sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Helga hefur lengi verið leiðandi afl í nýsköpunarheiminum á Íslandi og hefur komið að framþróun þó nokkurra fyrirtækja. Hún lauk BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Helga hefur áður unnið hjá t.d. Estée Lauder, Merrill Lynch og sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áður en hún tók við sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs árið 2010. Helga hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu en hún hefur meðal annars setið í stjórn Íslandsbanka, Dohop, Völku, Icelandic Startups, Frumtaki og fleirum en í dag situr hún í stjórn fjölda annara sprotafyrirtækja. Helga hlaut titilinn viðskiptafræðingur ársins árið 2020.

IMG_8081.JPG

Hildur Ragnars

Hildur Ragnars var skipuð forstjóri Þjóðskrár árið 2022 en fram að því hafði hún setið í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Hildur kemur úr lyfjageiranum en áður en hún hóf störf hjá Þjóðskrá var hún yfirmaður vörustýringar hjá Medis og þar á undan vann hún fyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline. Hildur er lyfjafræðingur en tók MBA gráðu meðfram störfum sínum hjá GlaxoSmithKline. 

Screenshot 2024-04-08 at 22.10.08.png

Katrín Olga Jóhannesdóttir

Katrín Olga Jóhannesdóttir er í dag framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, sem vinnur að því að koma á virkri kauphöll fyrir raforku á Íslandi. Hún var fyrst kvenna kosinn formaður Viðskiptaráðs Íslands og hefur mikla reynslu sem leiðtogi í íslensku viðskiptalífi. Hún hefur setið í fjölda stjórna s.s. Icelandair Group, Högum, Advania, Ölgerðinni, Verði tryggingum, Landsneti, bankaráði Seðlabanka Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Katrín Olga hefur einnig góða reynslu frá stjórnunarstöðum í fyrirtækjum s.s. hjá Símanum, þar sem hún leiddi stærsta svið Símans og fyrirtækið í gegnum miklar breytingar, hún var meðeigandi Já, ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Navision Island, sem var keypt af Microsoft og svo mætti lengi telja. Katrín Olga hefur tekið þátt í Mentorprógrammi KÖTLU frá byrjun og hafa margar konur nýtt sér þekkingu hennar og reynslu í gegnum prógrammið.

Screenshot 2024-04-08 at 22.08.37.png

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka frá árinu 2019. Hún hefur verið með erindi á ýmsum sjálfbærnitengdum viðburðum síðustu ár auk þess að sitja í stjórn sænska félagsins Vitamin Well, Votlendissjóðs og vera varamaður í stjórn RB. Kristrún Tinna vann áður hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman og í fyrirtækjaráðgjöf hjá Beringer Finance í Svíþjóð. Kristrún er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í hagfræði frá Stockholm School of Economics og er með master í alþjóðastjórnun (MiM) frá sama skóla og ESADE-háskólanum í Barcelona. Hún er einnig löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík. Flottur stjórnandi sem er að taka yfirgripsmikla þekkingu sína frá Norðurlöndunum heim til Íslands og hefur þegar haft áhrif á þróun og umræðu um fjármálakerfið á Íslandi.

salome _edited.jpg

Salóme Guðmundsdóttir

Salóme hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014. Lengst af sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups. Árið 2021 tók hún sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnti ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn, m.a. fjárfestatengslum, mati fjárfestingakosta og ráðgjöf til fyrirtækja í eignasafni sjóðsins. Hún hefur einnig starfað sem stjórnandi hjá tveimur félögum í eignasafni Eyris Vaxtar. Salóme var forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Hún hefur jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 og hefur umsjón með lokaverkefni MBA nema sem unnið er í samstarfi við MIT háskóla og námskeiðinu Executive Simulation (EXSIM) sem unnið er í samstarfi við IESE í Barcelona. Salóme var einnig forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr í stjórn Sýnar hf. og Viðskiptaráðs Íslands.

Screenshot 2024-04-08 at 22.10.39.png

Sylvía Ólafsdóttir

Sylvía er COO hjá Icelandair en gengdi áður CCO stöðunni á sama vinnustað. Sylvía vann þar áður sem Managing Director á sviði viðskiptaþróunnar og markaðssetningar hjá Origo en vann líka hjá stórfyrirtækinu Amazon, m.a. sem senior product and analytics manager fyrir Kindle. Hún hefur einnig víðtæka reynslu með stjórnarsetu en hún hefur m.a. setið í stjórn Ölgerðarinnar, Símans, og Íslandssjóðs. Sylvía hlaut mastersgráðu í rekstrarrannsóknum úr London School of Economics og bachelorgráðu í iðnaðarverkfræði úr Háskóla Íslands.

þorbjorg.jpeg

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Árið 2014 stofnaði Þorbjörg fyrirtækið Kara Connect sem er vefhugbúnaður fyrir sérfræðinga af ýmsu tagi til að tengja við fólk sem þarf aðgang að sérfræðihjálp á öruggan hátt. Þorbjörg er með víðtæka reynslu meðal annars sem ráðgjafi menntamálaherra og sat í borgarstjórn. Þorbjörg er með vottun frá INSEAD Executive Education og meistaragráðu í menntunarsálfræði frá University of Washington School of Educational Studies. Þorbjörg er einstaklega eflandi og brennur fyrir starfi sínu. 

Screenshot 2024-04-08 at 22.08.11.png

Þórey Vilhjálmsdóttir
Proppé

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að meta og auka fjölbreytileika og inngildingu með örfræðslu, inngildingarkönnun, aðgerðaráætlun og mælaborði. Alda hugbúnaðurinn fór í loftið haustið 2023 og var í lok þess árs valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu. Þórey hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margháttuðum félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur. Þórey hefur mikla ástríðu fyrir útivist og ævintýraleit og hefur m.a. synt boðsund yfir Ermarsundið með Marglyttunum og þverað Vatnajökul (150km) á gönguskíðum. Hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík og CEIBS viðskiptaháskóla, Sjanghæ.

aegir_edited.jpg

Ægir Már Þórisson

Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania á Íslandi og hefur leitt félagið í tæplega 10 ár en áður var hann mannauðsstjóri félagsins. Ægir er menntaður vinnusálfræðingur en starfaði áður sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Capacent. Ægir hefur undanfarið vakið athygli á vöntun á konum í tæknistörf og hefur Advania sett af stað ýmsar leiðir til að laða að og halda í konur. Advania er með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku og Bretlandi og er í eigu alþjóðlegra fjárfesta á borð við Goldman Sachs. 

SÆKJA UM MENTOR
bottom of page