top of page

UM MENTOR PRÓGRAMMIÐ

Mentor prógram KÖTLU er vettvangur fyrir meðlimi félagsins til að tengjast þekktu athafnafólki úr íslensku atvinnulífi. Notast er við hugbúnaðinn KARA Connect þar sem KÖTLU meðlimir geta aukið þekkingu sína og þróað hæfni undir leiðsögn mentors.

Umsóknarferli fyrir mentor prógrammið opnar í byrjun hvers árs og fá meðlimir KÖTLU upplýsingar þegar ný lota hefst

MENTORAR KÖTLU

LOKAÐ FYRIR UMSÓKNIR
AriFenger_806A3254_edited.jpg

Ari Fenger

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

AMO photo_edited.jpg

Ásthildur Otharsdóttir

Ásthildur er meðeigandi Frumtak Ventures sem sérhæfir sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Hún er stjórnarformaður Controlant, Empower, Treble og fleiri nýsköpunarfélaga í eignasafni Frumtakssjóðanna. Ásthildur var stjórnarformaður Marel frá 2013-2021 og hefur setið í stjórnum ýmissa annarra félaga þ.m.t. Icelandair Group og háskólaráði Háskóla Íslands. Áður starfaði hún m.a. við fyrirtækjaþróun hjá Össurri og sem rekstrarráðgjafi hjá Accenture í Danmörku.  

Marel2021_AnnaKristin_BK210414_edited.jpg

Anna Kristín Pálsdóttir

Anna Kristín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Þar leiðir hún öflug teymi af yfir 1000 starfsmönnum um allan heim sem vinna að því að umbylta matvælaframleiðslu. Anna Kristín lærði Production Engineering í Tækniháskólanum í Berlín og fyrir það lauk hún BSc gráðu í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Áður starfaði Anna í höfuðstöðvum Volkswagen bílaframleiðandans í Þýskalandi, hún sömuleiðis starfaði um árabil á fréttastofu RÚV, þar sem hún vann fréttaefni fyrir sjónvarp, stýrði kosningaumfjöllun fyrir bæjarstjórnar-, Alþingis og forsetakosningar sem og ritstjórnarstörfum.

Birna.jpg

Birna Einarsdóttir

Birna tók við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs árið

2007 en hafði áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og

markaðsmála, útibússtjóra og markaðsstjóra hjá Íslandsbanka.

Á árunum 1998 til 2004 starfaði Birna sem vörustjóri hjá Royal

Bank of Scotland. Hún hefur jafnframt starfað sem markaðsstjóri

Íslenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2 og Íslenskrar getspár.

Birna er með Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla

Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

Birna hóf fyrst störf hjá forvera Íslandsbanka árið 1987.

121158961_982712992196852_2355381316816180263_n.png

Edda Hermannsdóttir

Eddu Hermanns þekkja margir en hún hefur komið víða við og látið að sér kveða. Í dag er hún markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka og hefur verið áberandi í umræðu um hlut kvenna í fjölmiðlum. Hún hóf ung störf í fjölmiðlum og vann t.a.m. hjá Viðskiptablaðinu þar sem hún vann markvisst að auka vægi kvenna í viðskiptafréttum. Hún hefur gefið út bækurnar Framkoma og svo Forystuþjóð. Í bókinni Framkoma fer hún yfir helstu atriði í hverskyns framkomu og tekur viðtöl við fólk sem vant er að koma fram. Í bókinni Forystuþjóð sem hún skrifaði ásamt Ragnhildi Steinunni ræðir við þjóðþekkta einstaklinga um jafnréttismál.

unnamed_edited.jpg

Helga Valfells

Helga er framkvæmdastjóri, stofnandi og meðeigandi Crowberry Capital en sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Helga hefur lengi verið leiðandi afl í nýsköpunarheiminum á Íslandi og hefur komið að framþróun þó nokkurra fyrirtækja. Hún lauk BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Helga hefur áður unnið hjá t.d. Estée Lauder, Merrill Lynch og sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áður en hún tók við sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs árið 2010. Helga hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu en hún hefur meðal annars setið í stjórn Íslandsbanka, Dohop, Völku, Icelandic Startups, Frumtaki og fleirum en í dag situr hún í stjórn Símans ásamt fjölda annara sprotafyrirtækja. Helga hlaut titilinn viðskiptafræðingur ársins árið 2020.

IMG_8081.JPG

Hildur Ragnars

Hildur Ragnars var skipuð forstjóri Þjóðskrár árið 2022 en fram að því hafði hún setið í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Hildur kemur úr lyfjageiranum en áður en hún hóf störf hjá Þjóðskrá var hún yfirmaður vörustýringar hjá Medis og þar á undan vann hún fyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline. Hildur er lyfjafræðingur en tók MBA gráðu meðfram störfum sínum hjá GlaxoSmithKline. 

jon_edited.jpg

Jón Björnsson

Jón er forstjóri Origo en hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði á íslandi og skandinavíu.  Jón var áður forstjóri Festi og þar á undan forstjóri Magasin Du nord í 7 ár og sneri rekstrinum þar við.  Jón situr í dag í stjórn Klappa og Boozt.com samhliða forstjórastörfum en hefur áður verið í stjórn Peak Performance, Ahlens, By Malene Birger, Nespresso Iceland, Joe and the Juice, Elko, Rúmfatalagernum og Krónunni. Virkilega spennandi mentor sem er með víðtæka reynslu af því að snúa við rekstri og nýta m.a. nýjustu tækni við að skapa samkeppnisforskot á markaði.  

kristrun.jpg

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir er forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka. Hún varð áberandi í á Íslandi í kjölfar vinnu hennar á Hvítbókinni sem fjallaði um framtíð íslenska fjármálakerfisins og var gefin út á vegum fjármálaráðuneytisins. Kristrún Tinna vann áður hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman og í fyrirtækjaráðgjöf hjá Beringer Finance í Svíþjóð. Kristrún er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í hagfræði frá Stockholm School of Economics og er með master í alþjóðastjórnun (MiM) frá sama skóla og ESADE-háskólanum í Barcelona. Hún er einnig löggiltur verbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík. Flottur stjórnandi sem er að taka yfirgripsmikla þekkingu sína frá Norðurlöndunum heim til Íslands og hefur þegar haft áhrif á þróun og umræðu um fjármálakerfið á Íslandi.

salome _edited.jpg

Salóme Guðmundsdóttir

Salóme starfar sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu PayAnalytics með megináherslu á alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins. Hún hefur frá árinu 2021 einnig starfað sem stjórnarmaður og ráðgjafi hjá Eyri Venture Managment og leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Salóme hefur víðtæka reynslu af nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr í stjórn Sýnar hf., Viðskiptaráðs Íslands, Eyrir Ventures ehf., auk nokkurra sprotafyrirtækja.

þorbjorg.jpeg

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Árið 2014 stofnaði Þorbjörg fyrirtækið Kara Connect sem er vefhugbúnaður fyrir sérfræðinga af ýmsu tagi til að tengja við fólk sem þarf aðgang að sérfræðihjálp á öruggan hátt, en það er einmitt búnaðurinn sem mentorstarf KÖTLU mun notast við. Þorbjörg er með víðtæka reynslu meðal annars sem ráðgjafi menntamálaherra og sat í borgarstjórn. Þorbjörg er einstaklega eflandi og brennur fyrir starfi sínu. 

þorey mentor.jpg

Þórey Vilhjálmsdóttir
Proppé

Þórey er stofnandi og eigandi Empower sem er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki í jafnréttismálum.  Empower hefur leitt mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi sem er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum.  Þórey býr yfir 20 ára reynslu af fyrirtækjarekstri, nýsköpun, stjórnun og stefnumótun. Hún situr í stjórn Íslandsnefndar UN Women og var einn af stofnendum V-dagsins á Íslandi (V-day), samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Þórey starfaði áður sem meðeigandi hjá Capacent og aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórey var formaður ferðamálaráðs, sat í varastjórn Jafnréttissjóðs Íslands og situr nú í Útflutnings- og markaðsráði Íslands. Hún er með Bs. í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á alþjóðaviðskipti og MBA frá HR og CEIBS viðskiptaháskóla, Sjanghæ, Kína.

unnamed_edited.jpg

Þórhildur Edda Gunnarsdóttir 

Þórhildur er framkvæmdastjóri Júní sem er stafræn stofa þar sem hugmyndir verða að veruleika með faglegri ráðgjöf, einstakri hönnun og framúrskarandi forritun.  Þórhildur hefur starfað við ráðgjöf sl. 5 ár, bæði hjá Júní og Parallel ráðgjöf sem hún stofnaði árið 2018 með samstarfskonu sinni. Stafræna ráðgjöf hefur verið vaxandi á undanförnum árum og hefur Þórhildur starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi m.a. Stafrænt Ísland, Icelandair, Reykjavíkurborg, Hagar og Bláa Lónið. Þórhildur starfaði í 7 ár hjá Arion banka og tók þátt í stafrænni vegferð bankans, leiddi þar áhrifamiklum verkefnum á borð við rafrænt greiðslumat sem hafði t.a.m mikil áhrif á fasteignamarkaðinn og hraða viðskipta. 

Þórhildur er með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá HR og M.Sc. framleiðsluverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín

aegir_edited.jpg

Ægir Már Þórisson

Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania á Íslandi og hefur leitt félagið í rúmlega 6 ár en áður var hann mannauðsstjóri félagsins. Ægir er menntaður vinnusálfræðingur en starfaði áður sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Capacent. Ægir hefur undanfarið vakið athygli á vöntun á konum í tæknistörf og hefur Advania sett af stað ýmsar leiðir til að laða að og halda í konur. Advania er með starfstöðvar á Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og er í eigu alþjóðlegra fjárfesta á borð við Goldman Sachs. 

LOKAÐ FYRIR UMSÓKNIR
bottom of page