top of page
Search

Nýtt félag - KATLA Nordic

Updated: Feb 4, 2020

KATLA Nordic er fyrir allar þær kraftmiklu, ungu íslensku athafnarkonur í Kaupmannahöfn.

Hugmyndin að þessu starfi hefur blundað lengi í mörgum okkar þar til tekið var af skarið í október 2019 og stefnan mótuð og lagður grundvöllur að starfinu. KATLA Nordic er ætlað að vera vettvangur fyrir okkur til að kynnast hvor annarri í gegnum skemmtilega og eflandi viðburði. Við viljum byggja með ykkur sterkt tengslanet og þannig auka sýnileika og áhrif ungra athafnarkvenna í Kaupmannahöfn.

Við erum 8 kvenna hópur sem að langar að bjóða ykkur að gerast stofnmeðlimir, en hugsjón okkar er að konur úr ólíkum geirum geti lært margt af hvort annari og með nýjum tengslum verði til driftkraftur til sköpunar nýrra hugmynda! Íslenskar konur eru þekktar fyrir að ryðja brautina og hefur Ísland verið í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Við viljum með stofnun nýs félags nýta þann einkennandi kraft sem skapast þegar íslenskar konur koma saman.


Öflugar ungar konur stuðla að jafnara samfélagi þar sem fleiri raddir heyrast og fjölbreyttari mál komast að. Við teljum að vettvangur KÖTLU sé tilvalinn staður til að mynda og efla ný tengsl.


Hugmyndir á teikniborðinu eru heimsóknir í fyrirtæki þar sem ákveðin efni eru tekin fyrir, golfmót og "Julefrokost" svo fátt eitt sé nefnt. Meiningin er að félagið muni eignast eigið líf og muni dafna árum saman í höndum hæfra kvenna í þeirri góðu íslensku hefð að sækja leik og starf til hafnar.

Við vonum að þetta vekji áhuga þinn og að þú gerist meðlimur í KÖTLU með því að skrá þig í skráningarforminu hér á heimasíðunni, þér að kostnaðarlausu. Aðeins er greitt fyrir pláss á hverjum viðburði í takt við kostnað.

Við hlökkum til að sjá þig á komandi viðburðum! Allar spurningar, hugmyndir eða athugasemdir velkomnar á katlanordicdk@gmail.com.

Hlýjar kveðjur,

Áslaug Gunnarsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir, Guðrún Ólöf Olsen, Jóhanna Edwald, Rebekka Rut Gunnarsdóttir, Sonja Sófusdóttir & Sunneva Sverrisdóttir.

0 comments
bottom of page