top of page
Skráðu þig hér!: Job Application
Sækja um aðild að KÖTLU

Fyrir starfsárið 2024

​Félagið byggir að miklum hluta á því að félagskonur deili reynslu sinni með hvor annarri og er því miðað við haldbæra starfsreynslu við yfirferð umsókna. Mikilvægt er að allir meðlimir félagsins séu virkir til þess að tryggja að við fáum sem mest út úr starfseminni. Aðsetur KÖTLU er Kaupmannahöfn og árgjald er 700 DKK.

Gildi KÖTLU eru:

Þróun hæfni - Aukin áhrif og sýnileiki - Þverfaglegt tengslanet

Takk fyrir umsóknina!

Hvað hafa KÖTLUR að segja um félagið?

Ég gleymi því ekki á opnunarkvöldi Kötlu þegar stofnendur töluðu um þetta sem hreyfingu, hreyfingu til þess að hafa áhrif á kvennréttindi í Danmörku. Þá vissi ég að þetta væri akkúrat aflið og krafturinn sem ég þurfti inní líf mitt til að veita mér innblástur og koma mér út fyrir þægindarammann sem var orðin asskoti kósý bara. 

Ég verð ævinlega þakklát fyrir alla þá eflandi (og skemmtilega ;)) viðburði sem ég hef farið á, tengslanetið og það sem ég hef lært! Svona tengslanet mun maður búa að um ókomnatíð :)
- Iðunn Tara Ásgrímsdóttir, Project Manager hjá 3Shape

Að vera meðlimur í Kötlu hefur stækkað tengslanet mitt, opnað augu mín fyrir nýjum leiðum á atvinnumarkaðnum og styrkt mig í minni vegferð. Það að hafa færi á að hitta aðrar konur á atvinnumarkaðnum, læra af þeim og fá innblástur er óendanlega dýrmætt.” 
- Guðrún Selma Steinarsdóttir, Senior Safety Data Associate hjá Lundbeck

bottom of page